Hóran þín!

 

''Ég er að fara að gifta mig jeeiiii''.

Klara kom með tilkynninguna um leið og hún gekk inn um dyrnar á kaffihúsinu, þar sem Beta og Systa sátu og biðu eftir henni. Hún veifaði handleggjunum eins og gæsarungi við fyrstu flugtilraun. Vinkonur hennar störðu vantrúaðar upp til hennar.

''Ha!?. Hvenær''? spurði Beta gáttuð.

''Já hvenær'', bergmálaði Systa. ''Þú ert örugglega að tala um verðbréfagæjann þarna.. Steingrímur er það ekki?''

Klara horfði á þær með vanþóknun. ''Já Steingrímur. Maður myndi nú halda að þið gætuð munað nafnið á kærastanum mínum''.

Betu var misboðið. ''Halló!'' sagði hún og bankaði laust á hausinn á Klöru. ''Þú ert búin að vera svo stutt með honum að þú hefur ekki einu sinni fundið tíma til að kynna manninn fyrir okkur''.

Klara  lyfti höndunum eins og sér til varnar. ''Ég veit, ég veit róleg ma'r. Þetta verður sennilega stysta trúlofun sem sögur fara af á Íslandi''. Hún hló við.

''Það held ég hljóti að vera'', sagði Systa og hristi höfuðið vantrúuð. ''Hvað er eiginlega málið''!!? Hún klóraði sér á vinstri handleggnum eins og hún gerði gjarnan þegar hún var í uppnámi.

Klara teygði sig yfir hringlaga borðið og strauk henni um vangann. ''Þetta verður allt í góðu elskan mín. Róaðu þig niður''.

Systa var pirruð og áhyggjufull og vék sér undan snertingunni. ''Ég meina hvað segja mamma þín og pabbi eiginlega'', sagði hún en sá eiginlega eftir spurningunni. Auðvitað voru herra Karl og frú Steingerður hæstánægð með ráðhaginn því gaurinn var víst moldríkur. Þau voru snobbhæns frá helvíti, þetta fólk.

Enda hirti Klara ekki um að svara þessu.

''Honum liggur bara á'', sagði hún glaðhlakkalega.

''Engum karlmanni liggur svona á að komast í hjónaband'', sagði Beta með áhersu og fékk sér sopa af kaffinu. Hún gretti sig örlítið. Sumpart vegna þess að kaffið var hlandvolgt og sumpart af vantrú.

Klara hló. Það var greinilegt að hún réði sér varla fyrir ánægju. ''Hann getur ekki beðið eftir að komast í rúmið með mér''.

Vinkonur hennar horfðu á hana og svipurinn gaf til kynna að þær væru undir meðallagi í greind.

''Hva er hann kaþólikki eða eitthvað'', stundi Beta.

Klara tísti. ''Nei ertu rugluð. Ég sagði honum að ég væri hrein mey''. Hún ók sér til í stólnum og beið eftir sprengjunni.

''Þú ert biluð'', tautaði Systa. ''Þú ert ekki hrein mey''.

''No shit Sherlock'', sagði Klara og náði ekki bjánaglottinu af andlitinu. ''En ég festist bara einhvern veginn í þessari lygi. Hef ekki hugmynd um hvernig það gerðist''

. Hún var skyndilega orðin áhyggjufull. ''Haldiði að mér eigi eftir að hefnast fyrir þetta? Þetta skipti hann bara svo miklu máli. Eiginlega öllu máli'', bætti hún hljóðlega við. ''Og ég elska hann''.

Þær sátu þögular og hver hugsaði sitt.

''Þú verður að segja honum þetta'', sagði Beta að lokum. ''Ef hann elskar þig líka, þá er enginn skaði skeður''.

-------------------------

Klara horfði vongóð upp til Steingríms. Elskaðu mig, sagði hún með augunum.

Helvítis hóran þín, æpti hann. helvítis andskotans hóran þín. Dettur þér í hug að ég giftist þér núna! Djöfulsins druslan þín.

Hann var sótsvartur í framan af heift og Klara varð hrædd. Hún skyldi að hún þekkti þennan mann ekki neitt. Þetta var bara djók sagði hún hikandi. Ég meina.. ekki ert þú hreinn sveinn.

Steingrímur tók bakföll og hló þeim óhuggulegasta hlátri sem Klara gat ímyndað sér. Ertu rugluð þrumaði hann. Það er nóg af tussum til að sofa hjá. Hórum skiluru! En ég ætla ekki að giftast einni slíkri.

Hann snerist á hæli, rauk út og skellti á eftir sér hurðinni.

Klara starði á dyrnar og vissi ekki hvort hún átti að hlægja eða gráta. Hvernig átti hún að útskýra þetta fyrir foreldrum sínum?

Hún hugsaði sig um og komst að niðurstöðu. Fjandinn hirði þau. Og fjandinn hirði Steingrím. Gangi honum vel að finna konu sem hann teldi ekki hóru.

 

 

 

 


mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

váá, þú ert aldeilis sögusmiður.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins gott að þau voru ekki gift.  Sú hefði keypt köttinn í sekknum Svetlana mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 23:12

3 identicon

Mögnuð saga, skyldi náunginn hafa verið hreinn sveinn?

Ammen-Hotep (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Svetlana

Ásdís. Þakka þér fyrir

Jenný mín... segðu!

Ammen-Hotep. Það skyldi þó aldrei vera? Kannski var hann bara svona óöruggur með sig og hreina sveininn í sér.

Svetlana, 2.6.2008 kl. 12:17

5 identicon

LOL! Minnir mig á einn Sex and the City þátt - það var einhver gaur sem Charlotte lenti í sem vildi alltaf kalla hana öllum illum nöfnum þegar þau voru saman í rúminu...

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband